Bónus

App Name (Nome App): Bónus
Operating System (Sistema Operativo): iOS
Developer (Sviluppatore): Bónus
App Category (Categoria): Shopping
Price (Prezzo): Free - Gratis 0

Bónus appið
Bónus hefur þróað app til að auðvelda viðskiptavinum sínum að versla í Bónus.

Gripið & greitt vildarkort
Í appinu getur þú meðal annars nálgast Gripið & greitt vildarkort. Þú þarft það til að geta notað nýja sjálfsafgreiðslulausn sem Bónus er byrjað að bjóða viðskiptavinum sínum upp á í ákveðnum verslunum.

Deilanlegir innkaupalistar
Hægt er að búa til einn eða fleiri innkaupalista í appinu til að halda utanum það sem vantar á heimilið. Það er einnig hægt að deila innkaupalistanum með öðrum fjölskyldumeðlimum til að tryggja að ekkert gleymist.

Upplýsingar um vöruframboð
Í fyrsta sinn er vöruframboð Bónus aðgengilegt í gegnum snjalltæki. Hægt er að fá upplýsingar um verð og innihald vara og það er einnig hægt að leita eftir vörum eða skoða vöruflokka í appinu.

Rafrænar greiðslukvittanir
Eftir að þú ert búin að versla berast þér rafrænar greiðslukvittanir í appið svo það er auðvelt að skoða hvað var keypt og hvað það kostaði aftur í tímann.

Appið er í stöðugri þróun og spennandi ný virkni væntanleg á næstunni.

Scarica su App StoreTutti i dati e le informazioni delle applicazioni sono state acquisite dai Feed RSS pubblici di Apple.